VIGT

VIGT er íslenskt vörumerki, stofnað af fjórum mæðgum, sem hafa hannað og framleitt húsgögn og heimilismuni frá árinu 2013.

Áhersla hefur verið lögð á framleiðslu í heimabyggð þar sem gæði eru tryggð áður en varan leggur leið sína inn í nýtt rými. Í ljósi aðstæðna í Grindavík þar sem höfustöðvar VIGT, vinnustofa og verslun, er staðsett geta mæðgurnar ekki haldið hefðbundinni starfsemi gangandi næstu vikurnar.

Á meðan óvissa ríkir, munu vörurnar frá VIGT vera til sölu hér á Verma.is fram að jólum.
Með þessu léttum við hjá Verma undir með stelpunum svo þær geti hlúð betur að sér og sínum, og sinnt öðrum verkefnum.

Bakkar

Bakkalínan varð til árið 2011 og er ein af allra fyrstu vörum VIGT.

Örnu vantaði bakka til að nota í brúðkaupinu sínu og úr urðu til tvö form af bökkum, hringlaga og sporöskjulaga.

Í hvoru formi eru fimm stærðir af bökkum sem hægt er að raða ofan í hvorn annan.

Bakkarnir hafa verið afar vinsælir í gjafir og eru alltaf jafn fallegir og klassískir. Notagildið er endalaust.

Kerti

Árið 1950 stofnaði Jens Andreas Dahl Hansen kertaverksmiðjuna HYGGELYS í Kaupmannahöfn og varð leiðandi í framleiðslu á kertum fyrir kirkjur víða í Danmörku. Hann hannaði fallegt og minimalískt kerti sem var fært um að standa sjálft á borði og gólfi. Kertið hefur síðan verið þekkt sem ALTERLYSET. Fjórða kynslóð sér nú um framleiðslu og dreifingu á kertunum í Evrópu.

ALTERLYSET eru handsteypt kerti sem framleidd eru úr 100% steríni sem unnið er úr umhvefisvænni pálmaolíu viðurkenndri af RSPO. Bómullarþráðurinn tryggir að kertin brenni hægt og jafnt.

Nú tæplega 70 árum síðar er komin nýjung frá fjölskyldunni, HYGGELYSET. Sama hönnun á kertunum nema þau eru lituð og einnig dagatalakerti bæði hvít og lituð með tölustöfum frá 1-24.

Stafirnir á dagatalakertunum eru handprentaðir með umhverfisvænu vaxi.

VIGT kynntist framleiðendum ALTERLYSET árið 2012 og hafa verið með einkasöluréttindi á kertunum hér á landi síðan.

Húsgagnalínan

„Foreldrar okkar hafa rekið trésmíðaverkstæðið Grindin frá árinu 1979. Við ólumst upp við að skoða byggingar og byggingasvæði í Reykjavík á sunnudagsrúntum og höfum lifað og hrærst á þessu sviði. Áhugi okkar á hönnun fyrir heimilið hefur alltaf verið til staðar. Við höfum ólíkan bakgrunn í menntun sem við nýtum vel saman. Við höfðum allar unnið með einum eða öðrum hætti hjá Grindinni og sáum tækifæri í að búa til húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið. Hluti sem hafa notkunargildi og fegra heimilið. Við nýtum tækjakost verkstæðisins og í mörgum tilfellum notum við þann efnivið sem þar fellur til. Innblástur að verkunum sækjum við að miklu leyti í hverja aðra“.

Allavega, síðan 1982.

Fyrir mörgum árum síðan smíðaði afi bekki fyrir gömlu Grindavíkurkirkju. Á bekkjunum hvíldu líkkistur á meðan á útför stóð. Haustið 1982 var gamla kirkjan afhelguð við messu og afi tók annan bekkinn með sér heim. Bekkurinn hefur gengt allavega hlutverkum síðan. Nú hefur bekkurinn fengið arftaka, hann var innblásturinn við gerð húsgagnanna.

Jólin

Aðventan kemur í allri sinni dýrð ár hvert og það er eitthvað einstakt við þennan árstíma – að koma saman með ástvinum og deila dýrmætum augnablikum, njóta gamalla hefða og skapa nýjar.

Það eru að koma jól.