Skilareglur

Þarftu að skila. Ekkert mál.

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru gegn fullri endurgreiðslu. Skilyrði fyrir skilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð skal innsigli hennar vera órofið. Skilafrestur byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda. Sé óskað eftir endurgreiðslu skal kvittun fyrir vörukaupum að fylgja með. Sé vara fengin að gjöf eða kvittun ekki til staðar er vara endurgreidd í formi inneignar.

Hægt er að óska eftir skilum á Mitt Svæði undir Mínar Pantanir.

Það er einnig hægt að hafa sambandi við okkur í síma 792 0202 milli kl.10-16 alla virka daga eða senda okkur email á [email protected]