New Movements

New Movements

og sagan okkar

Markmið okkar hjá Verma hefur alltaf verið að bjóða upp á vörur sem auka lífsgæðin okkar en eru á sama tíma vænni kostur fyrir umhverfið.

Þegar við rákumst á New Movements í Kaupmannahöfn í janúar vorum við alls ekki að leita af skóm. Við vorum eiginlega komin framhjá básnum þeirra þegar Ísafold sagði „vó hvað þetta eru Antonslegir skór“. Við skoðuðum og mátuðum skóna – það var ekki aftur snúið. Orkan frá fólkinu á bakvið vörumerkið og tilfinningin að halda á skónum og prufa þá greip okkur.
Áður en við vissum af stóðum við saman í þessari myndatöku öll sammála um að koma merkinu til Íslands.

New Movements er vörumerki frá Noregi. Merkið er hannað af Martin, eiganda merkisins, sem stendur með okkur á myndinni til hægri.

Skórnir eru framleiddir úr endurunnum afurðum og ekki nóg með það þá eru þeir fallegir, endingargóðir og ekkert eðlilega þægilegir.

Eins og með flest allt sem framleitt er úr endurunnum afurðum þá kemur einungis takmarkað magn í hverri sendingu.

Vissir þú?

Að um 25 milljarðar skópara eru framleidd ár hvert?
Um 95% af þeim er ekki hægt að endurnýta né endurvinna og enda því í skurðum jarðarinnar?
Einfaldlega því að þeir eru ekki framleiddir með það í huga að endurvinna þá.

Aðal markmið New Movements er framtíð þar sem allt efni sem notað er við skóframleiðslu verður hægt að endurvinna aftur og aftur, og engir skór verði finnanlegir í skurðum náttúrunnar.