Skilmálar

Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefsíðuna verma.is.

Sendingarkostnaður og afhending:

Enginn sendingarkostnaður er á vörum frá Verma.is
Allar pantanir sem berast fyrir 15:00 eru afgreiddar og afhendar til Dropp sama dag. Pantanir eru tilbúnar til afhendingar á Suðurnesjum sama dag ef þær berast fyrir 15:00. Á Höfuðborgarsvæðinu eru pantanir tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir 17:00 á öllum Dropp stöðum.
Afhendingartími á landsbyggðinni tekur um 2-3 virka daga í næstu Dropp stöð.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur: 

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru gegn fullri endurgreiðslu. Skilyrði fyrir skilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð skal innsigli hennar vera órofið. Skilafrestur byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda. Sé óskað eftir endurgreiðslu skal kvittun fyrir vörukaupum að fylgja með. Sé vara fengin að gjöf eða kvittun ekki til staðar er vara endurgreidd í formi inneignar.

Gölluð vara:

Komi upp sú leiðinlega staða að kaupanda berist gölluð vara er honum boðin ný vara í staðin. Sé varan ekki til á lager er hún endurgreidd að fullu eða kaupanda boðin önnu sambærileg vara í staðin.

Verð, skattar og gjöld:

Athugið að öll verð sem gefin eru upp í netversluninni eru með 11% eða 24% virðisaukaskatti, eftir því sem við á. Verð eru gefin upp með fyrirvara um mistök eða prentvillur og áskilur Verma.is sér rétt á að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga. Athugið að verð geta breyst án fyrirvara.

Greiðslur: 

Greiðslur með kreditkorti fara í gegnum örugga greiðslugátt SaltPay (saltpay.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Verma.is býður viðskiptavinum sínum einnig að greiða í gegnum Netgíró, Pei og Aur.

Trúnaður:

Verma.is heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Helstu upplýsingar:

Verma.is er rekin af Matarmenn ehf.

Grófin 10A, 230 Reykjanesbær.
Kt. 430519-0260
Vsk. númer: 135416
[email protected]
s. 792 0202