Kinfill

Nýjar áherslur - aukin lífsgæði

Kinfill er Hollenskt vörumerki sem framleiðir hreingerningarvörur, snyrtivörur og nú heimilisvörur án alls einnota plasts.

Vörurnar eru 100% niðurbrjótanlegar og öruggar fyrir þig, heimilið þitt og jörðina okkar. Þær eru hannaðar til að sjást, svo fallegar eru þær.

En vörurnar eru einnig einstaklega áhrifaríkar og það kemur langflestum á óvart hversu öfluga virkni þær hafa.

Með því að nota Kinfill stuðlar þú að því að uppræta einnota plastnotkun með lágmarksfyrirhöfn en hámarksgleði.

Þú getur ekki hreinsað heimilið þitt á meðan þú eyðir jörðinni. Það er mótsögn sem þarf að breyta.

Gerum betur, saman.

Öll vöruþróun, framleiðsla, pökkun og þjónusta Kinfill fer fram undir sama þakinu í Rotterdam, Hollandi.

Það er sorgleg staðreynd, en hreingerningarheimurinn er í raun ansi skítugur leikur.

Við vitum flest að efnin sem notuð eru í fjölmörgum hreingerningarvörum geta verið skaðleg bæði heilsunni okkar og jörðinni. Það sem færri átta sig á er að flestar slíkar vörur eru yfir 90% vatn. Vatn sem er pakkað, dreift, selt og flutt á milli landa. Við það skapast mikill úrgangur.

Því spyrjum við:

Afhverju ættum við að færa þér vatn þegar þú getur fengið það úr krananum heima hjá þér?

Heimilis- og snyrtivörur