Um Okkur

Upphafið

Verma er rekin af tveimur vinapörum, nágrönnum og bestu vinum, í Reykjanesbæ sem ákváðu að láta drauma sína rætast og skapa eitthvað einstakt. Eftir marga kaffibolla (og vínglös) við stofuborðið heima varð Verma til. Öll vörumerkin okkar eru valin af kostgæfni og einkennast af gæðum og fallegri hönnun. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og umhverfisvitund og ber vöruúrvalið okkar merki um það.

Með bakgrunn úr þjónustustörfum og ástríðu fyrir gæðum og fallegri hönnun ákváðum við að stofna netverslun sem sameinar þetta tvennt. Verma er netverslun á persónulegri nótunum með sitt eigið úrkeyrsluteymi og samdægurs heimsendingu á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Landsbyggðinni er ekki hægt að tryggja samdægurs heimsendingu en allar pantanir eru þó afgreiddar og sendar samdægurs með Íslandspósti og ætti afhending að taka 2-3 virka daga. Við gerum þó ekki upp á milli landahluta og eru allar sendingar gjaldfrjálsar, hvert á land sem er.

Upplifun þín skiptir okkur mestu máli og þér er alltaf velkomið að senda okkur email á [email protected], heyra í okkur í síma 792 0202 eða hafa samband í gegnum samfélagsmiðlana okkar @vermaiceland.

Stofnendur Verma eru Bjarki Þór Valdimarsson, Ísafold Norðfjörð Agnarsdóttir, Una María Unnarsdóttir og Anton Levchenko.