5, maí 2022

ANNA THORUNN á Hönnunarmars

Anna Þórunn Hauksdóttir hefur ötullega byggt upp fyrirtækið sitt ANNA THORUNN frá því hún útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands 2007.

Anna Þórunn vinnur út frá tilfinningu sem hún fær fyrir ákveðnu viðfangsefni sem oft á tíðum má rekja til æskuáranna. Vörurnar hennar hafa verið í sölu hjá Verma frá opnun síðunnar.

Hún hefur tekið þátt í HönnunarMars allt frá upphafi og er með sýningu í Studio Austurhöfn 4.-8. maí 2022.

 

Skoða viðburðinn

Væntanlegt

Dolce er lár keramik vasi sem kemur í brúnu og kremlitiðu.

Formið kemur af kleinuhring sem er svo ótrúlega aðlaðandi með sýnum mjúku og fáguðu línum.

Þvermál 24 cm
Hæð 12 cm

Dolce er væntanlegur í Júní.

Vörur frá ANNA THORUNN

Hönnunarmars í Studio Austurhöfn

„Það er alltaf gaman að taka þátt í HönnunarMars en ég hef tekið þátt frá byrjun. Þannig þetta er í fjórtándaskiptið og alltaf jafn spennandi. Þetta er einskonar uppskeruhátíð fyrir okkur hönnuði þar sem við getum sýnt okkur og séð hvað aðrir eru að gera. Það er mikið að gerast í íslenskri hönnun og gaman að sjá hversu fjölbreytt hún er. Ég mæli eindregið að fólk komi og upplifi og hitti sjálfa hönnuðina.“

– Anna Thorunn

 

 

Gjafaleikur

Í tilefni af Hönnunarmars gefum við Embrace teppi í samstarfi við ANNA THORUNN.

Embrace er bómullarteppi úr smiðju ANNA THORUNN. Hugmyndin af Embrace kemur frá arkitektúr og heilagleik sem einkennir smærri sem stærri borgir Ítalíu.

180 x 140 cm
100% bómull
Má þvo á 40 og setja í þurrkara.

Hægt er að taka þátt í leiknum á Instagraminu okkar @vermaiceland

Dregið verður úr leiknum 8.maí.

 

Taka þátt

Fylgið okkur á Instagram

Chat