8, ágúst 2021

Verma

Stofnendur Verma eru Matarmennirnir Anton og Bjarki ásamt konunum sínum Unu Maríu og Ísafold. Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda, bestu vinir sem búa hlið við hlið og erum stór partur af lífi hvors annars. Áður störfuðu þrjú okkar hjá WOW air og eftir að hafa misst vinnuna langaði okkur að stofna eitthvað einstakt saman.

Með bakgrunn úr þjónustustörfum og ástríðu fyrir gæðum og fallegri hönnun ákváðum við að stofna netverslun sem sameinar þetta tvennt. Hugmyndin að Verma kom um jólin 2020 og strax eftir áramótin hófst mikil undirbúningsvinna. Það þurfti að finna rétta húsnæðið, leita að vörumerkjum og skrifa ófáa tölvupóstana.

Verma er netverslun sem selur hágæða gjafavöru. Öll vörumerkin okkar eru valin af kostgæfni og einkennast af gæðum og fallegri hönnun. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og umhverfisvitund og ber vöruúrvalið okkar merki um það.  Verma er með sitt eigið úrkeyrsluteymi og samdægurs heimsendingu á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Landsbyggðinni er ekki hægt að tryggja samdægurs heimsendingu en allar pantanir eru þó afgreiddar og sendar samdægurs með Íslandspósti og ætti afhending að taka 2-3 virka daga. Við gerum þó ekki upp á milli landahluta og eru allar sendingar gjaldfrjálsar, hvert á land sem er.

Eftir margra mánaða vinnu erum við hér, loksins tilbúin að opna verslunina okkar Verma.is og taka á móti pöntunum frá fyrstu viðskiptavinum okkar. Við vonum að ykkur lítist vel á og við hlökkum til að mæta til ykkar með sendingar og bros á vör. Megi vinnustundirnar verða fleiri og gleðin ennþá meiri!

Stofnendur Verma,
Anton, Bjarki, Ísafold og Una.

Að versla á Verma

Þegar þú verslar í fyrsta skipti á Verma.is stofnast þér aðgangur á síðunni og krónur safnast í Baukinn þinn. Á aðganginum þínum hefur þú yfirlit yfir þínar pantanir, sérð stöðu á krónum í Bauknum þínum, getur búið til óskalista og deilt honum með þínu fólki og meira að segja getur þú óskað eftir að skila vöru, eins einfalt og þæginlegt og það gerist.

Allir sem versla á Verma.is safna 5% af öllum kaupum í Baukinn sinn. Krónurnar er síðan hægt að nota í næstu pöntun.

Svo er aldrei að vita nema við bætum kannski reglulega krónum í Baukinn þinn bara fyrir það eitt að vera notandi. Eiga ekki allir afmæli einu sinni á ári til dæmis?

Í tilefni af opnun síðunnar ætlum við að bjóða upp á ÞREFALDA krónusöfnun dagana 12. – 15. ágúst!

Byrjaðu að safna strax í dag og fáðu 15% af öllum kaupum beint í Baukinn þinn!

Algengar spurningar

Er hægt að sækja pöntun?

Verma.is er eingöngu netverslun sem býður ókeypis heimsendingu á öllum sínum vörum. Pantanir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem berast fyrir kl.16 eru afhentar samdægurs milli kl.17-22, annars næsta dag. Pantanir út á land eru sendar með Íslandspósti og er afhendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar.

Sé óskað eftir öðrum afhendingartíma er hægt að skilja eftir skilaboð með pöntuninni eða hafa samband við okkur á verma@verma.is eða í síma 792 0202.

Er hægt að senda gjöf á annan viðtakanda?

Að sjálfsögðu er það hægt 🙂

Við bjóðum einnig upp á gjafainnpökkun og handskrifað kort. Við getum afhent gjöfina samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Sendingar út á land fara með Íslandspósti og er afhendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar.

Hvernig skila ég vöru/m?

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru gegn fullri endurgreiðslu. Skilyrði fyrir skilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð skal innsigli hennar vera órofið. Skilafrestur byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda. Sé óskað eftir endurgreiðslu skal kvittun fyrir vörukaupum að fylgja með. Sé vara fengin að gjöf eða kvittun ekki til staðar er vara endurgreidd í formi inneignar.

Hægt er að óska eftir skilum á Mitt Svæði undir Mínar Pantanir.

Það er einnig hægt að hafa sambandi við okkur í síma 792 0202 milli kl.10-16 alla virka daga eða senda okkur email á verma@verma.is.

Hvað kostar heimsending?

Hjá Verma er frí heimsending á öllum pöntunum!

Ef pantað er fyrir 16:00 er pöntunin afhent milli 17-22 sama dag á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Pantanir út á land eru sendar með Íslandspósti og taka um 1-3 virka daga að berast.

Hvernig eru vörurnar afhentar í heimsendingu?

Á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum: 

Starfsmaður Verma keyrir pöntuninni þinni upp að dyrum. Starfsmaður Verma hringir alltaf í viðkomandi á undan.

Landsbyggðin:

Starfsmaður frá Íslandspósti kemur með pöntunina upp að dyrum.

Sendið þið út um helgar?

Já við sendum alla daga vikunnar!

Ef pantað er fyrir 16 mánudaga – sunnudaga berst pöntunin viðkomandi sama dag milli 17-22 (Á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum).

Pakkar fyrir landsbyggðina berast á pósthús Íslandspósts alla virka daga.

Þakkir

Við vissum frá upphafi að við myndum þurfa hjálp, því þó við séum snillingar að mörgu leiti þá erum við langt í frá góð í öllu. Heppnin var með okkur og meistararnir hjá Avista voru til í að hjálpa okkur með þessa glæsilegu síðu sem við erum svo stolt af.

Svo áttuðum við okkur á því að við þyrftum sennilega ennþá meiri hjálp og leituðum til KIWI. Þvílík forréttindi að detta inn á svona snillinga.

Við erum svo þakklát þessum tveimur fyrirtækjum fyrir alla þeirra vinnu og þátttöku. Þið vitið hver þið eruð, takk!

En til að þetta gæti allt orðið að veruleika þurftum við að sjálfsögðu vörur, til allra okkar birgja og þeirra sem höfðu trú á okkur frá fyrsta degi skilum við miklu þakklæti. Við hlökkum til að vinna með ykkur og erum spennt að taka ykkur með í þetta ævintýri sem er rétt að byrja!

Vörur sem við mælum með

Chat