Persónuverndarstefna

Verma

Vefurinn https://verma.is er rekinn af Matarmenn ehf. (hér eftir „Verma“, „fyrirtækið“, „við“, „okkar“). Þegar þú heimsækir vefinn verða til upplýsingar um heimsókn þína. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Verma virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Meðferð persónuupplýsinga

Verma safnar persónuupplýsingum um þig, eins og nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu pöntunum, skráningu á póstlista eða annarra samskipta sem fyrirtækið kann að eiga við þig. Fyrirtækið kann einnig að safna fjármálatengdum upplýsingum eins og heimilisfangi vegna reiknings, viðtökustað vörusendingar, símanúmeri og netfangi sem eingöngu eru nýttar til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2019 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679.

Vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

  • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar
  • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til að gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna
  • að birta notendum auglýsingar
  • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

Við notum Google Analytics til að til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum. Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér:allaboutcookies.org

Óskir þú eftir frekari upplýsingum um persónuverndarskilmála Verma vinsamlegast hafðu samband við [email protected]