8, ágúst 2021

Haustið er á næsta leiti

Sumarið er yndislegt en ó hvað það er gott þegar rútínan tekur við. Haustinu fylgir svo margt notalegt. Kertaljós, ullarteppi, ostabakkar og meiri tími heima. Núna er góður tími til að hlúa aðeins að heimilinu, búa okkur til hreiður sem okkur líður vel í. Við höfum tekið saman nokkrar vörur og vörumerki sem eru tilvalin til að gera notalegt í kringum sig fyrir haustið.

 

ANNA THORUNN

ANNA THORUNN er Íslensku hönnuður sem hannar einstaka hluti fyrir heimilið. Gefum henni orðið:

„Draumur minn í æsku var að verða kúreki eða orrustuflugmaður. Nokkru síðar átti það að verða heimsfrægur ballettdansari. Af einhverri undarlegri ástæðu rættust þessir draumar ekki, samt finnst mér eins og ég lifi í draumi á hverjum degi. Hlutir af öllum stærðum og gerðum hrífa ímyndunarafl mitt. Allir hlutir skrýtnir og gróteskir eru mér stöðugur innblástur og reynslan af því að sjá grófa teikningu á blaði breytast í fullmótað hönnunarverk er töfrandi fyrir mig í hvert einasta skipti. Frá því ég vakna þar til að ég sofna er hugurinn í vinnunni og mótar allt sem ég sé og snerti. „

Leyfum okkur að dreyma.

Skoða vörur

Lexington Company

Lexington Company er Sænskt lífstílsmerki með starfsstöðvar um allan heim sem framleiðir hágæða vörur í fjölmörgum flokkum. Við erum stolt af því að bjóða upp á sængurföt og handklæði frá þessu ótrúlega flott merki sem þekkja má á Bandaríska fánanum en það er tákn merkisins fyrir sönn gæði og handverk.

Það er fátt betra en góð rúmföt. Hafðu það gott með Lexington í haust.

Skoða vörur

Hugaðu að umhverfinu með Forgo

Vissir þú að venjulegar handsápur eru um 95% vatn? Slíkar vörur skilja eftir sig mikið kolefnisspor. Stundum er minna betra. Handsápurnar frá FORGO koma í umhverfisvænum pappírspokum sem eru 100% niðurbrjótanlegir og tilbúnir til endurvinnslu. Blandaðu þína sápu sjálfur með vatni beint úr krananum. Falleg glerflaskan nýtist aftur og aftur.

Skoða vörur

Four Point Puzzels

Ef þér finnst skemmtilegt að púsla, þá verður það bara skemmtilegra með púslunum frá Four Point Puzzle. Einstök hönnunarpúsl þar sem hugað er að hverju smáatriði með mikilli nákvæmni og virðingu fyrir listinni. Hvernig væri að slökkva aðeins á símanum og eiga dýrmætar samverustundir með fólkinu þínu?

Skoða vörur
Chat